Var að leika sér á trampólíni í garðinum heima – Datt á höfuðið og dó

Cain McDonald litli fékk alvarlega höfuðáverka eftir að hann datt illa á höfuðið þegar hann var að leika sér á trampólíninu úti í garði heima hjá sér og dó af áverkunum.

Foreldrar hans áttu erfitt með að ræða slysið og sögðu aðeins að hann hafi verið elskulegt og hamingjusamt barn.

 

“Hann var ósköp venjulegur og ljúfur drengur sem vildi helst alltaf vera úti að leika sér með bræðrum sínum og vinum. Við söknum hans öll hræðilega.”

 

Margar hlýjar samúðarkveðjur frá vinum og skólafélögum hafa borist  foreldrum og bræðrum Cains litla.

 

Eins og venja er þegar slys verða rannsakar lögreglan málsatvik og hafa engar athugasemdir verið gerðar, svona slys geta því miður alltaf átt sér stað.

Ath!
Þar sem sumarið er á næsta leiti og margir íslendingar eru með trampólín í garðinum sem getur verið frábær skemmtun fyrir börnin er samt alltaf mikilvægt að vera á verði og fylgjast með þegar börnin eru að leika sér, þá sérstaklega ungir krakkar.

Slys af völdum trampólín notkunar eru því miður alltof algeng.

Algengustu áverkar vegna notkunar trampólína eru tognanir og beinbrot en einnig sár og mar.
Helstu orsakir slysa eiga sér stað á trampólíninu þegar fleira en eitt barn er á trampólíninu í
einu og þau skella saman, eða þau rekast á og annað dettur á gorma eða út af, eða að léttara
barnið skýst út af vegna þyngdarmismunar. Alvarlegir áverkar geta komið við það að börn
reyna að stökkva heljarstökk og lenda á höfði, baki eða hnakka.

Þetta er því frekar ljóst, pössum að litlu krílin okkar séu ekki að leika sér á trampólíninu með börnum sem eru mun þyngri og eldri en þau, það getur verið hættulegt að hafa of mikinn þyngdarmismun. Það er líka gott að hafa skjól á trampólíninu og þá er líklegra að börnin detti ekki út fyrir. Auðvitað geta slys alltaf átt sér stað en það er samt gott að fara eftir þessum reglum. Það er auðvitað gott fyrir börnin að hreyfa sig og þau fá góða hreyfingu út úr því að hoppa á trampólíni en það er ekki sniðugt að reyna að gera heljarstökk á trampólínunum sem við höfum út í garði, til þess eru fimleikaæfingar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here