Var afbrýðissöm út í systur sína

Kendall Jenner segir frá því í viðtali við Vogue, í september blaði tímaritsins að hún hafi oft fundið fyrir afbrýðissemi í garð systur sinnar Kylie. „Ég man eftir að hafa grátið í svefnherberginu mínu af því að Kylie átti svo marga vini, en ekki ég,“ segir Kendall. Hún segist hafa tekist á við einmanaleika sinn með því að fara í útreiðartúr eða bara með því að læsa sig inni í herberginu sínu.

Sjá einnig: Kendall er ekki feimin við að sýna brjóstin í NYC

 

Kendall segir líka í viðtalinu að hún eigi mjög erfitt með að fá að vera ein í dag. Hún segist stundum eyða miklum tíma á hverjum degi í að hrista af sér fólk sem er að elta hana út um allt. Hún fær lánaða bíla annarra og segir að hún fari stundum í afslappandi bað til þess að aftengjast öllu.

SHARE