Kris Jenner var alveg grunlaus um að Bruce Jenner, fyrrum eiginmaður hennar, þráði að verða kona. Þau voru saman í 25 árum og samkvæmt heimildarmanni TMZ að það eina sem Bruce hafi nefnt við Kris væri að hann hefði gaman að því að klæða sig eins og kona annað slagið. Ekki það að hann hafi viljað verða kona.
Aðrir heimildarmenn sem tala máli Bruce segja aðra sögu en þeir segja að hún hafi vitað fullvel af því að hann væri í vafa um hvort kynið hann vildi vera. Kris hefur alltaf haldið því fram að þetta hafi ekki komið upp fyrr en eftir skilnaðinn og dætur þeirra hafi fengið að vita það á undan henni.