Var farin að skera sig og vildi ekki lifa – „Hlaupin hjálpuðu mér“

Okei núna er ég búin að fá mikið af spurningum afhverju ég hleyp svona mikið, hvort ég sé í megrun eða bara afhverju ég geri það sem ég geri. Og fólk hefur spurt mig mikið „en þú ert orðin svo flott af hverju slakar þú ekki bara á?’“ Svo til að hafa það á hreinu þá er ég ekki að reyna að fá endalausa athygli með því að æfa á fullu. Ég er ekki að reyna að vera betri en einhver annar því ég veit vel að ég get aldrei toppað einhvern annan, hver og einn einasti er besta eintakið af sjálfum sér.

Ástæðan fyrir að ég byrjaði að æfa á fullu var að mér leið ekki vel með líkama minn, þó ég hef alltaf verið í fínu formi hafa seinustu tvö ár verið ógeðsleg.

Ég var komin þangað að ég sá ekkert jákvætt við sjálfa mig og hékk inni allan daginn, nennti engu félagslífi eða yfirhöfuð að þekkja neinn. Það var langur tími sem dagurinn minn var ein lokuð inní herbergi og ég sá ekkert slæmt við það, og ég var líka farin að missa alltof mikið úr skóla og missti sambandið við bestu vinkonur mínar sem ég er enn að vinna í að laga.

Þegar ég var búin að skera mig daglega í rúmt ár og gera tilraun til sjálfsmorðs yfir 100 sinnum ákvað ég að örin voru ekki þess virði og tók mig virkilega á, mamma komst að öllu og ég reyndi að vera góða dóttirin aftur. En það tók allt tíma, þolinmæði og hjálp til þess að ná að hætta, og ég fékk og fæ enn hjálp bæði við þetta og aðra persónulega hluti frá skólahjúkrunarfræðing, yndislegum konum hjá Barnahúsi og barnaverndarnefnd.

Mín tilraun eftir það var að finna einhvað til að koma útrásinni út án þess að skaða mig, og ég fann út að hlaupin hjálpuðu mér að líða vel. Þegar ég var reið eða sár fór ég út að hlaupa og náði allri minni útrás út og geri það enn.

Núna hleyp ég 1-2 á dag og fer lágmark 3 í viku í ræktina til að halda mér í formi og halda mér frá öllu slæmu. Og hef því ekki tekið upp rakvélablað eða hníf til að skaða mig í svolitinn tíma. Kannski eru endalausar hlaupa og ræktarmyndir af mér núna en það er þá bara það að það hvetur mig að standa með mér og halda áfram.

Og ef það gerir mig hamingjusama og glaða má ég þá ekki bara eyða mínum dögum í hlaup og hreyfingu í staðin fyrir að vera ein lokuð inní herbergi alla daga?

Svo núna hafiði svarið afhverju ég geri það sem ég geri.

SHARE