Var greind með þroskahömlun, 20 árum of seint

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir er í tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands. Hún var greind með þroskahömlun árið 2011, 20 árum of seint að hennar eigin mati. „ Margir spyrja sig:  Hvernig getur þroskahömluð kona verið í almennu háskólanámi? Það er bara þannig að ég gefst ekki upp og hef ekki látið neitt stoppað mig.  Hef meira að segja farið til Danmerkur  í lýðháskóla með aðstoðarmanneskju með mér,“ segir Guðrún í pistli sínuma á síðu Íþróttasambands fatlaðra.

Guðrún segir að kennararnir í grunnskólanum hafi ekki gefið sér tíma til að kenna henni því það hafi tekið of langan tíma: „ Ég reyndi eins og ég gat að vera jöfn hinum en það tókst ekki.“

„Ég byrjaði að æfa íþróttir þegar ég var 6 ára og strax þá ákvað ég að ég ætlaði að vera afrekskona í íþróttum,  annað hvort í frjálsum eða fótbolta.  Ég var alltaf á hlaupum æfði í garðinum heima, henti steinum, lyfti þungu grjóti  og sparkaði í bolta daginn út og daginn inn . Ég fékk að taka þátt á mótum í héraðinu,  það var svolítið erfitt,  fékk næstum alltaf kvíðaverk í magann,“ segir Guðrún.

Guðrún var svo kynnt fyrir Íþróttafélaginu Suðra sem er íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi og fór hún á bocciaæfingu ásamt systrum sínum og líkaði það mjög vel. „Um leið og við byrjuðum að æfa hjá Suðra, þá fóru hlutirnir  að gerast. ÍF (Íþróttasamband fatlaðra) tóku eftir mér, þau vissu að ég hafði mikinn áhuga á frjálsum íþróttum og hjálpuðu mér að komast í hendur á góðum frjálsíþróttaþjálfurum, þeim Siggu Önnu Guðjónsdóttur og Þuríði Ingvarsdóttur hjá Umf. Selfoss. segir Guðrún sem fór á sitt fyrsta stórmót árið 2006 en hún kom heim með gull og brons af því móti.

Smelltu hér til að lesa allan pistil Guðrúnar.

 

SHARE