Var látinn í 48 mínútur og segir að Guð sé kona

Kaþólskur prestur í Massachussetts lést og var látinn í meira en 48 mínútur áður en tókst að lífga hann við á undraverðan hátt. Hann heitir John Micheal O´neal og er 71 árs. Séra John segir að hann hafi komist til himnaríkis og hitt Guð og segir að Guð sé hlý, umhyggjusöm, móðurleg kona.

Séra John Micheal var fluttur á spítala þann 29. janúar þegar hann fékk alvarlegt hjartaáfall. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á spítalann. Hann var tengdur við vél sem kölluð er LUCAS 2 og er hún ætluð til þess að halda áfram að pumpa blóðinu til heilans.

Læknarnir voru hræddir um að séra John Micheal hefði orðið fyrir heilaskemmdum, en þegar hann vaknaði upp eftir 48 mínútur leit út fyrir að hann hefði ekki hlotið neinn skaða.

1.2002886

Gamli maðurinn segir minningar sínar frá þessum tíma, þar sem hann var látinn, vera  mjög skýrar og greinilegar. Hann lýsir upplifun sinni og segir að hann hafi fundið fyrir skilyrðislausri ást og viðurkenningu. Auk þess segir að hann að hann hafi verið umvafinn björtu og yfirþyrmandi ljósi.

Á þessum tímapunkti segist hann hafa komið til himnaríkis og hitt Guð, sem hann lýsir sem kvenlegri, móðurlegri veru, sem var umvafin ljósi.

„Nærvera hennar var bæði yfirþyrmandi og traustvekjandi,“ segir séra John Micheal og bætir við: „Hún talaði með mjúkri og róandi röddu og nærvera hennar var traustvekjandi eins og faðmlag móður. Sú staðreynd að Guð sé Heilög móðir en ekki Heilagur faðir, angrar mig ekki. Hún er allt sem ég hafði vonað og miklu meira en það!“

Yfirlýsing prestsins hefur valdið þónokkru fjaðrafoki og slúðri hjá kaþólskum prestum síðan hún kom út og hefur erkibiskupinn kallað saman blaðamannafund til að reyna að róa fólk niður og stoppa allan rógburð.

Þrátt fyrir vanþóknun sinna yfirmanna hjá kirkunni segist séra John Micheal ætla sér að tileinka Guði líf sitt áfram og bera út boðskap hinnar Heilögu móður.

„Mig langar að halda áfram að vera prestur og deila reynslu minni af Móðurinni, syninum og hinum heilaga anda, með öllum kaþólikkum og jafnvel kristnum líka. Guð er mikill og almáttugur þó hún sé kona,“ segir John Micheal. 

 

Heimildir: Pulse

 

Tengdar greinar:

16 ára Beyoncé talar um Guð

Guði sé lof að nær enginn skilur íslensku!

SHARE