Var með anorexíu í 8. bekk – Mikilvægi þess að segja frá

Ég er með smá sögu að segja. Ég er tvítug stelpa sem hef gengið í gengum ýmislegt á mínum tuttugu árum. Baráttu við anorexíu, kvíða, þunglyndi, alkóhólisma foreldra og kynferðislega árás. Ég vildi koma þessu á framfæri ef einhver þarna úti getur tengt við þetta og vitað að það er hægt að yfirstíga lang flest sem á mann er hent og hversu mikilvægt er að treysta fólkinu í kringum sig og segja frá.

Ég held því fram að ég hafi alltaf verið og sé mjög venjuleg stelpa. Ég var mjög glaðlynd sem barn heldur feimin en samt stutt í hlátur og fíflalæti og ég held að eftir allt saman sé ég að ná þeim eiginleika aftur. Þegar ég var í 8. bekk var ég með bullandi anorexíu, ég var að æfa sund sem gerði miklar kröfur á mig útlitslega því allir sáu mig á hverjum degi á engu nema sundbolnum alla daga vikunar í rúmlega 2 klukkutíma á dag. Kannski gerði ég þessar kröfur á mig sjálf ég veit það ekki. Ég hætti að borða, borðaði næstum því ekki neitt allan daginn þangað til ég fór svo á 2.30 tíma æfingu.

Að sjálfsögðu varð ég ógeðslega horuð og veikburða og hreinlega virkilega líkamlega og andlega lasin. Ég held að það sé ekki nóg fylgst með krökkum í svona íþróttum því þetta er miklu algengara en fólk heldur og þetta er alveg ótrúlega hættulegt bæði fyrir líkama og sál. Af þessu varð ég alveg svakalega þunglynd og lasin í höfðinu og það fór vaxandi og vaxandi með tímanum.

Var lögð inná geðdeild þegar ég var á mínu öðru ári í framhaldsskóla eftir að félagi minn úr grunnskóla hafði fallið frá, ég hreinlega náði ekki að höndla það og var ekki treyst til að fara heim afþví ég var komin á botninn og vildi út, trúði því af öllu hjarta að ég væri að gera fólki greiða með að láta mig hverfa. Mamma mín er óvirkur alkóhólisti og er búin að vera það núna í 1 og hálf ár(stolta dóttirin). Ég átti mjög erfitt með að díla við drykkjuna hjá henni og situr ennþá í mér öskrin, hurðarskellirnir, gráturinn og hótun um sjálfsmorð og allt sem fygldi þessu. Allt þetta blandað saman keyrði mig í þrot og ég þurfti hjálp til að byrja uppá nýtt. Flutti til ömmu og afa, var sett á geðlyf, fór í reglulega sálfræði tíma og tók sjálfa mig í geng. Mamma stuttu seinna gerði það sama og fór inná vog og hefur verið edrú og mætt á AA fundi síðan.
Eftir að ég var loksins komin á svona þokkalega góðan ról fór ég í skóla á spáni sem var bæði mín besta og versta lífsreynsla sem ég hef gengið í gegnum. Eitt kvöld í fyrstu vikunni minni þar var logið að mér um að fylgja mér heim sem endaði með því að það var gróflega ráðist á mig kynferðislega(get ekki sagt N-orðið ennþá). En eftir þetta ákvað ég óvart að segja tveim mikilvægustu manneskjum í lífi mínu frá þessu, mömmu og bestu vinkonu minni. Eftir það kom styrkur í mig sem ég vissi ekki að ég ætti til og ég ákvað að vera lengur, besta ákvörðun sem ég hef tekið og kynntist þar fólk sem er eins og fjölskyldan mín í dag, sérstaklega einn drengur sem hefur verið mér stoð og stytta í gegnum allt án þess að vita það. Svo í staðin fyrir að detta aftur í sama pakkann og ég hefði áður alltaf gert var ég sterkari á móti og lét þennan ógeðslega atburð ekki skemma fyrir mér allt sem ég var búin að vinna að og komst að þeirri niðurstöðu að hann er sá veiki ekki ég.
En mikilvægi þess að segja frá skiptir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef eg hefði ekki verið opin og rúmlega það við mína allra nánustu. Það er ótrúlega erfitt að komu þessu út og byrja en eftir gerir þetta ekkert nema hjálpa og það svona líka. Ég á allt mitt að þakka fólkinu í kringum min og þau vita hver þau eru. Fyrir mig vildi ég segja takk og fyrir þá í sömu stöðu að taka fyrsta skrefið og opna á sér munninn og segja frá, þótt ég hafi trúað því í langan tíma þá er þetta ekki mitt að skammast mín fyrir. Rjúfa þögnina.
Kær kveðja.

SHARE