Við birtum á dögunum myndband með þessari fögru snót þar sem hún bræddi okkur með söng sínum og einlægri hlédrægni. En svo er að koma í ljós núna að hún er kannski ekki svo feimin og hlédræg eftir allt saman.
Alice Fredenham fór í áheyrnarprufu í þættinum The Voice í Bretlandi þar sem hún sýndi allt annan karakter en hún gerði í myndbandinu sem við sáum úr Britain´s got Talent og hefur stúlkan verið ásökuð um það að hafa verið að gera sér upp feimnina og hlédrægnina í þeim þætti.
Hún tók þátt í The Voice í desember síðastliðnum og var hún þá með fjölskyldunni sinni og komst hún þá ekki áfram.
Getur kannski verið að hún hafi bara brennt sig örlítið í The Voice og þess vegna verið lafandi hrædd í Britain´s Got Talent, hvað veit maður?
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.