Hinn 23 ára gamli Jordan James Parke komst í fjölmiðla seint á síðasta ári fyrir útlit sitt. Jordan hefur eytt yfir 19 milljónum íslenskra króna í lýtaaðgerðir til að líta út eins og Kim Kardashian.
Nú er það orðið þannig að James er orðinn háður því að láta sprauta bótoxi í varirnar. Hann hefur þó einnig látið setja fyllingu í kinnarnar á sér, ennið og í kringum nefið á sér.
Í dag eru bótoxið byrjað að leka út úr vörunum á Jordan og ákvað því þessi ungi drengur að sækja um að komas í raunveruleikaþáttinn Botched. Í þættinum taka tveir þekktir lýtalæknar að sér slæm tilfelli af lýtalækningum sem hafa misheppnast í von um að laga þau.
Sjá einnig: Karlmaður hefur eytt milljónum til þess að líkjast Kim Kardashian
Sjá einnig: Þúsundir fylgjast með lýtaaðgerðum í beinni gegnum Snapchat
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.