Kim Kardashian gerði fleira heldur en að sitja fyrir nakin í tímaritinu LOVE magazine. Hún svaraði einnig nokkrum spurningum frá ofurfyrirsætunni Cara Delevingne fyrir tímaritið.
Hér eru nokkur atriði sem verðugt er að vita um dömuna.
Kim hatar nafnið South.
Kim myndi aldrei langa til að stunda kynlíf með annarri konu. Hún er ekki einu sinni forvitin.
Í fyrsta skipti sem Kim og Kanye töluðu í síma entist samtalið í 8 klukkutíma.
Kim hefur pissað úti en Kourtney er víst þekkt fyrir það. Kourtney tók sig einu sinni til, settist á hækjur sér og pissaði á bakvið tjald einhversstaðar á Delano Hotel á Miami.
Kim á oft í erfiðleikum með aðhaldsbuxurnar sínar og segist oft pissa yfir þær.
Viðtalið var á léttu nótunum svo ekki er víst hversu mikill sannleikur er í þessum staðreyndum, ef einhver. En þess væri óskandi, hennar vegna, að hún næði nú að halda í sér þegar hún er í aðhaldsbuxum. Kim er nefnilega mikill aðdáandi þeirra.
Myndirnar hérma fyrir neðan voru hluti af Prada myndaþætti sem birtist í blaðinu. Og velta margir því nú fyrir sér hvort þetta séu í raun þær myndir sem eigi að „break the internet“. Ef henni tekst það ekki núna á raunveruleikastjarnan líklegast aldrei eftir að ná þessu markmiði sínu.
Tengdar greinar:
Ögrandi myndir af litlu systrum Kim Kardashian birtast í tímariti
Kim Kardashian hæðist snilldarlega að eigin sjálfsdýrkun
Kim Kardashian viðrar brjóstin ófeimin á Twitter
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.