VARÚÐ: Kylie Jenner áskorun getur valdið varanlegum skaða – EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

Örvæntingarfullir táningar af báðum kynjum með afskræmdan munnsvip; ljósmyndir af sprungnum vörum, blá-mörðum hökusvip og blóði drifnum andlitum ungmenna flæða yfir Twitter sem stendur. Allt í þeim undarlega tilgangi að líkjast Kylie Jenner. 

.

27C6407300000578-0-image-a-12_1429549827296

Bláar, marðar og sprungnar varir – vitleysunni eru engin takmörk sett!  

Hryllilegar afleiðingarnar má skoða undir merkinu #kyliejennerchallange á Twitter, en leikurinn  gengur út á að sjúga glös og stúta af alefli – svo varirnar stækki. Athæfið er ekki alveg nýtt af nálinni en ekkert lát virðist á vitleysunni – strákar og stelpur víða um heim virðast reiðubúin að leggja allt á sig; jafnvel sprengja æðakerfið í andlitinu, sjúga skotglös þar til glerið sundrast framan í andlitið á þeim og svona mætti lengi áfram telja.

Neðst í grein má sjá ótrúlegt myndband sem sýnir unga stúlku gangast við áskoruninni – en hér má sjá safn mynda af Twitter.

Ástæða þykir til að vara við sumum myndanna, sem birtar eru hér í forvarnarskyni. 

27C6402100000578-0-image-a-27_1429549959638

Sjá einnig: Saug lok af hárlakksbrúsa af alefli og gjöreyðilagði á sér varirnar

27C63FA200000578-0-image-m-42_1429550091279

Ljósmyndirnar sem sjá má á Twitter eru margar svo hryllilegar að ástæða þykir til að vara við lestri fréttarinnar, en hér má sjá örlítið brot af ljósmyndum sem merktar eru #kyliejennerchallange og er ekki annað að sjá en að unglingunum sé fullkomin alvara með uppátækinu:

screenshot-twitter.com 2015-04-20 20-32-03

Drengir taka líka þátt í vitleysunni – ekki bara stúlkur – og deila á Twitter

Hér að neðan má einnig sjá lygilegt myndband sem í raun hefur ákveðið forvarnargildi – og sýnir unga stúlku taka allt ferlið upp á símann sinn – afleiðingarnar eru ótrúlegar en ekki kemur fram hversu langur tími leið þar til bólgan tók að hjaðna í þessu tilfelli.

27C6403400000578-0-image-m-18_1429549862902

Þrútnar varirnar eru óratíma að ná eðlilegri lögun aftur – andlitið afmyndast algerlega

Ekki er langt síðan tvær 18 ára íslenskar stúlkur rötuðu í heimsmiðla fyrir að sjúga lok af hárlakksbrúsa af svo miklu afli að þær sátu uppi með bólgnar og marðar varir í óratima. Þær Yrja og Birgitta, sem eru systur – deildu varnaðarorðum á Facebook í kjölfar tilraunarinnar sem mistókst að sjálfsögðu herfilega enda ekki hægt að stækka varir með slíkum aðferðum.

VIÐKVÆMIR GÆTI VARÚÐAR: 

screenshot-twitter.com 2015-04-20 20-34-25

Hér hefur glerglas splundrast framan í andlitið á ungum manni með hryllilegum afleiðingum

Breski götumiðillinn Daily Mail vitnar í þær systur í nýrri umfjöllun og ekki verður annað séð en að blaðamaður vilji meina að þær systur hafi óvijandi kynt undir enn öfgafyllri aðferðir meðal jafnaldra sinna með myndbirtingunum – í stað þess að koma varúðarorðum áleiðis.

Hér má sjá ótrúlegt myndband sem gengur á netinu núna og við birtum í forvarnarskyni: 

https://youtu.be/TDknAcBN0HQ

SHARE