Vefjur með kjúklingabitum
Efni (ætlað fyrir 6)
- 2 msk. ólívuolía
- 1/4 bolli vorlaukur, saxaður
- 1 stór tómatur, saxaður
- 4 kjúklingabringur, skornar í stóra bita
- 1 stór jalepeno , saxaður
- 1 paprika, skorin
- 12 tortillur
- 225 gr. rifinn ostur
- 1/2 bolli tómatsósa
- 1/2 bolli salsa ( beint úr búðinni !)
- ¼ bolli sýrður rjómi
- 1 tómatur, skorinn í bita
Aðferð
- Hitið ofninn upp í 165˚C.
- Hitið olíu á pönnu.
- Setjið laukinn á pönnuna og mýkið.
- Bætið tómat, kjúklin og jalepeno pipar út í. Gætið þess að fullelda kjúklinginn!
- Hitið tortillurnar í míkróofninum í nokkrar mínótur.
- Látið kjúklingafyllingu og ost á hverja köku, rúllið upp.
- Setjið vefjurnar á eldfast fat.
- Blandið tómat sósu og salsa saman, hellið yfir vefjurnar.
- Stráið afgagninum af rifna ostinu yfir, lokið með álpappír og látið bakast í 25 mín.
- Skreytið með sýrðum rjóma og tómötum, (skornum í bita).