Ég kynntist nýverið húðvörum sem ég hreinlega verð að deila með ykkur. Vörurnar heita Evolve Organic og eru, eins og nafnið gefur til kynna, lífrænar. Ekki bara það, heldur eru þær vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum. Gerist ekki betra!
Evolve Organic er enskt vörumerki með mjög góða heimspeki í sínum verkum. Allar vörur þeirra eru handgerðar og hver skammtur sem blandaður er í hvert sinn, er lítill, til þess að tryggja að hvert innihaldsefni fái að halda ferskleika sínum og þær dekra við húðina þína. Lyktin af vörunum er mild og frískandi og þú munt sjá mun á húðinni á nokkrum dögum.
Mér finnst svo gott að finna vörur sem eru hreinar og gerðar með náttúruna í fyrirrúmi. Kremin næra og húðin verður silkimjúk. Það segir mér að þetta séu góðar vörur og þær innihalda engin óæskileg efni.
Það er hægt að nálgast vörurnar á Mstore.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.