Veist þú hvað AM og PM þýðir?

VIð teljum okkur kannski flest vita hvað AM og PM þýðir þegar talað er um hvað klukkan slær í til dæmis í Ameríku.

Við tölum flest um það á Íslandi að klukkan sé 1:00 eða 2:00 þegar það er eftir miðnætti en 13:00 eða 14:00 ef það er eftir hádegi.

Í Ameríku er oftast talað um 1:00 AM eða 2:00 AM þegar það er eftir miðnætti og 1:00 PM eða 2:00 PM þegar það er eftir hádegi. Flestir halda að AM þýði „after midnight“ og PM þýði „past midday“ en nú erum við að komast að því að það er ekki rétt:

AM stendur fyrir það sem er á latínu: „ante meridiem“ sem þýðist sem „before midday“ og á íslensku þýðist það sem „fyrir hádegi“. Orðið „meridiem“ þýðist frá latínu yfir á íslensku í „eftirmiðdagur“.

PM stendur fyrir það sem er á latínu: „post meridiem“ sem þýðist sem „after midday“ og á íslensku „síðdegis“.

SHARE