Ég bjó til account á einkamál. Þar var ég hvorki með mynd, nafn né miklar upplýsingar um útlit mitt. Ég setti fram aldur, 19 ára sem stóð skýrt á upplýsingasíðunni minni, og tók einnig fram að „ég“ væri ekki að leita að manni sem væri eldri en 30 ára og bað þá vinsamlegast um að senda mér ekki skilaboð.
Þegar um korter var liðið var ég komin með yfir 20 skilaboð. Margir þeirra vel yfir 30! Man sérstaklega eftir 62 ára karlmanni sem sendi mér skilaboð. Hann gæti verið afi minn!
Ég fékk mörg skilaboð og ætla ég að vitna í nokkur þeirra nafnlaust þar sem allt sem kemur þarna fram er 100 % trúnaður og ætla ég mér ekki að brjóta hann.
„Ertu til i einn villtan og giftan;)“
„Sæl væriru til í að hitta eldri mann „
„hæhæ má ég fá þig ? dauð langar að eiga góða stund. Ég bý einn…„
„Opin fyrir greiða fyrir greiða ;)? „
„fílaru netkynlíf? „
„til í smá $$$?“
Þegar ég fletti í gegnum síðuna, sá ég að sumir voru að leita eftir samböndum, og einnig voru nokkrir þarna yngri en 18 ára. Sumir voru með mynd af sér, og nægilega góðar upplýsingar til að vita hvort aðilinn sé einhver sem mann langar til að spjalla við sem er vel skiljanlegt þar sem þetta er stefnumótasíða eða jafnvel fólk að leita að fólki með sömu þarfir! Á þessum 2 tímum sem ég hafði accountinn opinn, var að mestu leyti reynt að fá mig í „eina góða stund“ af nafnlausu fólki. Mér var einnig boðið í spjall, og þar var ég oftast spurð í hverju ég væri og reynt að starta eitthverju netkynlífi.
Það tekur ca. 5 mínútur að gera account. Hægt er að velja hvort maður komi fram nafnlaust, með eða án mynd o.s.frv. Maður veit sjaldan hver er á bakvið tölvuskjáinn, en þarna er það ómögulegt að vera 100% viss.
Ætla að vitna í orð frá www.6h.is sem er góð fróðleikssíða.
„Spjall
Hægt er að kynnast nýju fólki á netinu, t.d. í gegnum spjallrásir eða gegnum ákveðnar vefsíður. Það getur verið frábær leið til að spjalla saman um áhugamál og fleira. En mundu að þú sérð ekki þann sem þú ert tala við nema þú sért með netmyndavél og ef hún er ekki til staðar getur þú verið að tala við hvern sem er. Hittu aldrei netvin þinn ef þú þekkir hann ekki nógu vel.“