Veitingastað, sem tilheyrir hóteli í Anambra í Nígeríu, var lokað á dögunum eftir að upp komst að steikurnar sem þar voru bornar fram voru mannakjöt. Lögregla gerði húsleit á staðnum og fann meðal annars vopn, mannshöfuð og líkamsleifar í plastpokum. Íbúar í nágrenni við veitingastaðinn höfðu samband við lögreglu vegna þess að þá grunaði að þar væri ekki allt með felldu. Fréttastofa BBC náði tali af einum íbúa þegar búið var að opinbera hvað í raun og veru var á seyði:
Starfsmennirnir voru sóðalegir og alltaf mjög varir um sig á leið sinni inn og út af veitingastaðnum. Það sem var að eiga sér stað þarna kemur okkur ekkert á óvart.
10 manns hafa verið handteknir í tengslum við málið.