Veitingastaðir og kaffihús hafa tekið stakkaskiptum í hönnun og útliti síðustu árin. Leitað er í grófari stíl þar sem oft er gripið til gamalla hluta, líkt og húsgögn, fylgihluti og fleira. Þá er ekkert verið að hylja rör og leiðslur. Margir hverjir eru samt sem áður sjarmerandi á sinn hátt þó sumir fari örlítið fyrir þolmörkin hvað varðar skort á hlýleika. Hérna eru myndir af veitingarstöðum og kaffihúsum víða um heim.
Ef vel er gáð á Ísland sitt veitingahús í þessum myndum. Spurning hvort einhver taki eftir því, hvaða staður er íslenskur. Við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.