Eigendur Thorvaldsen segjast hafa tekið eftir því að fólk er ekki að leyfa sér jafn mikið og áður. Fólk er ekki mikið að kaupa sér flösku af léttvíni með matnum sem eigendur segja skiljanlegt þar sem vín er dýrt. Kolbrún Ýr Árnadóttir einn af eingendum Thorvaldsen sá umræðu um þessi mál í fjölmiðlum og tók sig til og lækkaði verðið á víninu á veitingastað sínum:
“Allt kostar orðið svo mikið, síðan var verið að tala um þetta í fjölmiðlum um daginn að fólkið í landinu er að versla minna vín með matnum á veitingastöðum og ég ákvað bara að við á Thorvaldsen skyldum taka á skarið og hreinlega lækka verðið.”
“Við tökum á okkur rosa lækkun því ekki eru áfengisgjöldin að lækka og við vonumst auðvitað eftir því að nýja ríkistjórnin lækki gjöld og skatta en það verður bara að koma í ljós!” Segir Kolbrún og skellir upp úr!
Lækkuðu verðið á víni um 35%
Kolbrún segir að salan hafi aukist nú í vikunni eftir að verðið á víni lækkaði og hún er dugleg að láta alla kúnna vita af verðlækkuninni. Kolbrún segir að nýja verðið sé komið til að vera.