Venjum börnin á hollan mat – Góð uppskrift af hollri súpu

Það ungur nemur gamall temur.  venjið barnið á hollan og bragðgóðan mat!

Fullorðið fólk er búið að átta sig á ýmsu bragði af mat og næringargildi hans. En hvað um börnin? Þau vita varla mikið um þetta, svo að það er okkar hlutverk að gefa þeim hollan og góðan mat. Mikilvægt er að nota gott hráefni og góð krydd, erfiðara er það nú ekki, það er ekki endilega mikill munur á því að gera góðan og hollan mat fyrir börn og fullorðna, auðvitað þurfum við samt að mauka matinn vel fyrir börnin. Það skiptir miklu að byrja strax að gefa börnunum hollan mat, ávexti, grænmeti, kornmat og prótín svo að þau venjist honum og þyki hann góður.

Líklegast fer fólk að gefa börnunum sínum meira en áður af hollum kornmat eins og quinoa, hirsi, byggi og brúnum hrísgrjónum. Þá verður líklega meira en áður notað af mat eins og kaktus (acai) sýrópi, grískri jógúrt og bláberjum.

Þessi súpa er bæði holl og mjög bragðgóð

  • 1 laukur (saxaður)
  • 1 hvítlauksrif (saxað)
  • 200 gr. gulrætur
  • 300 gr. sætar kartöflur
  • 2 bollar kjúklingasoð (kjúklingateningur leystur upp í vatninu)
  • Salt og pipar að smekk
  • 4 matsk. smjör (minna ef vill) eða 2 matsk. olívuolía
  • Hlynsýróp ( mælt með u.þ.b. 1 matsk. ef vill)

Aðferð :

  1. Bræðið  2-4 matskeiðar af smjöri í potti við hægan hita. Bætið lauknum út í og látið mýkjast.
  2. Bætið hvítlauknum út í og látið mýkjast.
  3. Forsjóðið sætar kartöflur og gulrætur, maukið og bætið út í laukinn með kjúklingasoðinu.
  4. Bætið salti og pipar út í súpuna eftir smekk.

Súpan er tilbúin! 

.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here