Verða húðflúr alltaf hallærisleg með tímanum?

Ég skellti mér í sund á dögunum sem ég geri mjög oft. Ég held að ég sé hálf einhverf að þessu leitinu til því ég fer gjarnan í sund, syndi 2 ferðir, fer svo í pottinn og horfi í kringum mig. Ég horfi á mannlífið sem er litríkt og skemmtilegt og ég get alveg gleymt mér tímunum saman við að horfa og spekúlera um lífið og tilveruna meðan heita vatnið leikur um mig alla og nefið á mér verður rautt af kuldanum. Stundum hitti ég fólk sem ég þekki, stundum ekki. Hvort tveggja er gaman.

Það eru rosalega margir Íslendingar með húðflúr. Það hefur vakið áhuga minn að skoða þessi flúr en ég er sjálf með húðflúr og er nokkuð sátt með þau sem ég er með. Það er hinsvegar kynslóðaskipting á húðflúrunum. Unga fólkið í dag er mikið með letur, setningar skrifaðar á rifbeinin, síðuna eða framhandlegginn. Nú er líka farið að vera mjög vinsælt að vera með húðflúr fyrir neðan brjóstin og ég held að sú tíska hafi orðið til vegna hinnar kynþokkafullu söngkonu, Rihanna.

Twitter Rihanna 100912

Rétt fyrir aldamótin var maður ekki maður með mönnum nema vera með það sem kallast „tribal“ húðflúr. Eitthvað þessu líkt:

arm-tribal-tattoo-ideas

 

Margir fengu sér svona á handlegginn, kálfann og stúlkur fóru í hópum að láta setja svona á mjóbakið á sér, svo það sæist í það þegar þær beygðu sig eða sátu. Svona húðflúr endast hinsvegar misvel og það eru örugglega ein eða tvær sem sjá eftir að hafa fengið sér þetta. Þetta flúr hefur líka verið kallað „tramp stamp“ sem mætti þýða sem „druslu stimpil“ og það er ábyggilega ekki það allra vinsælasta að vera að nálgast fertugt og vera með „druslu stimpil“ á sér.

cathy-pablicos-tramp-stamp

EN! Það sem hefur setið í mér, seinustu daga, er að ég sá mann í sundi nú á dögunum, sem var með „tribal“ húðflúr á mjóbakinu. Hann hefur áreiðanlega verið einn aðalspaðinn á landinu um aldamótin en hann er með fleiri svona flúr sem hafa ábyggilega á sínum tíma verið ótrúlega heit, en eru það svo sannarlega ekki lengur. Ég hugsaði með mér, hvað hefði eiginlega orðið til þess að karlmaður fengi sér svona flúr á mjóbakið? Mér datt ekkert í hug. Var þetta í tísku einhverntímann? Tapaði hann veðmáli? Ætli honum finnist þetta flott?

Í kjölfarið á þessu fór ég að hugsa: Verða allar svona tískubólur alveg skelfilega hallærislegar með tímanum?

Æi, mér er svo sem alveg sama! Ég verð einhverntímann ekki 20 og eitthvað og þá verð ég hvort eð er ekki mesta gellan svo húðflúr til eða frá skiptir ekki máli.

 

 

Tengdar greinar: 

Skuggalega raunveruleg húðflúr – 24 myndir

Hvað ef stjörnurnar hefðu verið með húðflúr?

Hrífandi myndband af húðflúrun í nærmynd

SHARE