Verður að fresta afmælinu

Kylie Jenner neyðist líklega til að fresta afmælinu sínu á þessu ári um tíu daga vegna þess að afmælisdagurinn er rangt merktur inn á dagatalið sem hún gefur út, og er eingöngu selt á vefsíðunni hennar.

Sjá einnig: Ný mynd þykir sanna að Kylie hafi farið í brjóstastækkun

 

Kylie er fædd þann 10. ágúst en dagatalið vill meina að hún verði tvítug þann 20. ágúst. Smá klúður. Þetta er ekki góð byrjun á árinu hjá raunaveruleikastjörnunni, en mikið var kvartað yfir dagatalinu sem hún gaf út í fyrra, vegna rangra dagsetninga ýmsum viðburðum. Afmælisdagar hundanna hennar Kylie eru reyndar rétt merktir inn í ár og er það bót í máli.

SHARE