Samkvæmt tímaritinu OK! er hugsanlegt að Khloe Kardashian yfirgefi Keeping Up With the Kardashians á næstunni fyrir annan álíka vinsælan raunveruleikaþátt. Er Khloe sögð eiga í viðræðum við sjónvarpsstöðina ABC um að verða þeirra næsta Bachelorette. Þáttaraðirnar The Bachelor og The Bachelorette eru gífurlega vinsælar vestanhafs og er vart hægt að hafa tölu á hversu margar seríur hafa verið framleiddar.
Sjá einnig: Khloe Kardashian svindlaði og fór í fitusog
Sjá einnig: Khloe Kardashian lætur fjarlægja appelsínuhúð af rassinum – Á meðan Kim & Kendall horfa á
Vinur Kardashian-fjölskyldunnar lét hafa eftir sér:
Khloe er heit fyrir hugmyndinni. Hún telur þetta vera gott skref fyrir feril sinn en henni hefur lengi langað að gera eitthvað upp á eigin spýtur – alls ótengt fjölskyldunni.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta spilast út.