Af hverju að bíða með nýársheit þar til á nýju ári ef viljinn er til staðar.
Þegar hugað er til dæmis að bættum lífstíl þá er það mjög algengt að það þurfi alltaf allt að byrja á mánudegi, eða þá eins og núna í lok árs er eins og svo margir ákveði að bíða þar til á nýju ári.
Þessi setning er fræg og heyrist víða „viljinn þarf að vera til staðar til að ná árangri“. Þú segir engum sem á við áfengisvandamál að stríða að hætta drekka áfengi nema hann vilji virkilega taka á því sjálfur, eins með reykingar og fleira. Þannig að ef þú lesandi góður ert nú þegar farinn að velta fyrir þér að strengja svokölluð nýársheit, vertu þá viss um að það sé af einlægni og það sem þú vilt, það þýðir ekki að vera undir einhverri pressu og gera þetta fyrir maka, börn, fjölskyldu og svo framvegis. Breytingin ætti fyrst og síðast að vera þér og heilsu þinni í hag. Og svo kemur upp önnur spurning, afverju að bíða? Hversvegna byrjar þú ekki strax?
Um 78% þeirra sem sverja nýársheiti, s.s. að hætta að reykja, mistekst að uppfylla þau, í mörgum tilfellum vegna þess að þeir einblína fyrst og fremst á neikvæðu hliðar þess að mistakast í staðin fyrir það að búa til einhverja jákvæða gulrót sem hvetur mann áfram.
Andleysi getur svo sannarlega pompað upp og erum við öll mannleg á því sviði, slíkt á sér mikið frekar stað þegar þreytan er farin að gera vart við sig. Því er mjög mikilvægt að minna sig á hversu mikilvægt það er að rækta sjálfan sig. Við getum nýtt okkur marga ólíka þætti sem hvatningu.
Nokkur ráð til að halda áætlun:
• Finndu þér félaga til að fara með í ræktina.
• Gerðu það sém þér þykir skemmtilegt.
• Taktu frá tíma fyrir hreyfinguna til þess að ekkert stoppi þig.
• Farðu á æfingu á þeim tíma dags sem hentar þér.
• Skipuleggðu fram í tímann og ákveddu hvenær þú ætlar að æfa og hvað þú ætlar að gera á æfingunni.
• Halltu áfram að borða hollan mat og borða reglulega.
Sæktu þér fróðleik sem nýtist þér, það er alltaf meiri líkur á því að einstaklingar halda sig við efnið ef þeir vita hver tilgangurinn er,
Vertu ákveðinn og settu sjálfa(n) þig í 1.sæti!!
Björk Varðardóttir
Stöðvarstjóri World Class Kringlunni