„Sumarið er tíminn“ segir í laginu sívinsæla frá meistara Bubba og við erum svo mikið sammála. Sumarið er sko tíminn. Þá er tími til að grilla, fara í gönguferðir, fara í tjaldútilegur, hitta fjölskyldu og vini og oftar en ekki er farið í sund til að fá smá D vítamín í kroppinn.
Við hjá Hún.is eru í sumarskapi og ætlum því að fá ykkur í smá leik með okkur. Það sem þú þarft að gera er að skrifa „Sumarið er tíminn“ í athugasemdir hér fyrir neðan og þú gætir fengið glæsilega gjafakörfu í verðlaun.
Soleil Secret er svo meira ætluð fyrir bikini línuna. Rakvélin er með þreföldu blaði og röndin efst er full af E vítamínum sem dekra við húðina þína. Hún er með sveigjanlegum haus og sama góða gripinu og hinar rakvélarnar frá BiC.
Gjafakarfan inniheldur rakvélar sem heita Soleil Bella frá BiC. Þær eru æðislegar fyrir konurnar en þær eru með fjórfalt blað, röndin efst er með kókosmjólk sem mýkir húðina. Þær eru í fallegum litum með hreyfanlegum haus og góðu gripi. Þær geta ekki klikkað!
Rakfroða frá BiC sem heitir Soleil lady Gel. Hún hefur verið sérstaklega framleidd fyrir konur og hjálpar rakvélinni að renna mjúklega yfir húðina. Froðan er þannig að hún dekrar við húðina því hún er full af Aloe Vera og E vítamínum og mýkir húðina svo um munar. Hún er með dásamlegri ferskjulykt.
Einnig er í gjafakörfunni 20 þúsund króna gjafabréf í verslunum F&F á Íslandi. F&F er alþjóðlegt tískuvörumerki sem býður upp á gæðafatnað á frábæru verði og eru búðirnar þeirra staðsettar í Hagkaupum í Kringlunni, Spönginni, Garðabæ, Skeifunni og á Akureyri.
Ekki hika, skrifaðu „Sumarið er tíminn“ hér fyrir neðan og þú gætir átt von á vinningi. Við drögum út þann 15. júlí næstkomandi.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.