Myndin “The mask you live in” fjallar um karlmennsku og ímynd hennar.
Myndin fjallar um mikilvægi þess að leggja áherslu á félagslegar og tilfinningalegar þarfir drengja með heilbrigðum fjölskyldusamböndum, með nýjum kennsluaðferðum, gagnrýnni notkun fjölmiðla, jákvæðum fyrirmyndum og leiðbeinenda samskiptum.
Eru tengsl milli orðanna “Vertu karlmaður” og uppeldis í anda þeirra orða og þess að drengir og ungir karlmenn sýna ekki tilfinningar og/eða leita sér hjálpar þegar þeir þurfa á að halda? Og enn frekar verður það til þess að þeir fá útrás með ofbeldi?
Meðfylgjandi er stikla myndarinnar sem verður frumsýnd árið 2014, hægt er að fylgjast frekar með á facebook.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”DqX34V5UmoQ”]
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.