Vertu með í keppni um flottasta aðventukransinn

Um seinustu helgi föndraði ég þennan aðventukrans, hentist inn í A4 og fékk allt í þetta þar og náði að tendra ljós á fyrsta aðventukertinu á réttum degi. Það er skemmtileg nýbreytni því ég held að þetta sé nánast í fyrsta skipti sem það tekst.20141129_191803-1024x1820

Hvað um það? Mér var sendur svo linkur á skemmtilegan leik, sem Securitas stendur fyrir nú um jólin. Þetta er semsagt aðventukransakeppni, einfaldur og skemmtilegur leikur. Þú þarft bara að setja saman krans og taka mynd af honum. Kransinn má vera hefðbundinn eða óhefðbundinn, lítill eða stór. Svo færðu vini og ættingja auðvitað til að kjósa þinn krans.

Á hverjum sunnudegi aðventunnar verður dregið úr innsendum krönsum og hlýtur einn heppinn þátttakandi öryggisvörur fyrir heimilið. Á síðasta sunnudegi aðventu verður lokað fyrir kosningu og sá aðventukrans sem hefur hlotið flest atkvæði vinnur keppnina og verður Aðventukrans Securitas 2014.
Gerðir þú krans sem þú ert mjög stolt af? Komdu þá og taktu þátt í þessum skemmtilega leik. 
Ég skora á ykkur!

 

SHARE