Það hefur farið víða myndbandið sem kom út á dögunum um að vera dama. Margir hafa farið í mikla vörn fyrir hönd karla og litið á þetta sem árás á karlmenn og allt þar fram eftir götunum. Þetta er ekki árás á karlmenn. Það er bara verið að benda á óraunhæfar væntingar, kröfur, misvísandi skilaboð, sem konur og stúlkur fá. Karlar fá sinn skerf af þessu og mér fannst því alveg kjörið að gera hér mína útgáfu af þessu:
„Vertu sterkur!“
„Ekki væla svona! Strákar væla ekki“
„Sjáðu fyrir fjölskyldunni“
„Sýndu mér áhuga, ekki kæfa mig“
„lagaðu þetta, málaðu, gerðu við bílinn“
„Vertu sterkur!“
„Vertu rómantískur, ekki vera „KELLING““
„Stundum gott kynlíf…en bara þegar ég er í stuði“
„Sýndu frumkvæði…… láttu mig í friði“
„Settu í þvottavél, ekki þvo þvottinn minn“
„Vertu sterkur!“
„Ekki halda að þú sért sterkari en ég!!! … æi ég get þetta ekki,“
„Vertu með húmor… en passaðu hvenær þú grínast í mér“
„Vertu eins og pabbi minn“
„Ekki vera mömmustrákur“
„Vertu góður við konur“
„Ertu maður eða mús?“
„Vertu sterkur!“
„Ekki gráta!“
„Ekki vera dramatískur“
„Hva ertu hommi eða hvað?“
„Hættu þessu væli“
„Karlmenn verða ekki hræddir“
„Ertu aumingi?“
„Vertu sterkur“
„Vertu karlmannlegur…. en ekki of!“
„Safnaðu skeggi, það er sexy!“
„Skeggið stingur“
„Snyrtu þig nú að neðan!…. En ekki of mikið!“
„Ég elska bringuhár! Oj þessi hár kæfa mig!“
„Vertu karlmaður!“
„Skjóttu dýr“
„Veiddu fisk… leggðu net“
„Dreptu músina… en ég vil ekki sjá það“
„Skiptu um dekk“
Erum við ekki bara hægt en örugglega að átta okkur á því að fólk er allskonar? Það eina sem er eftir er að sætta okkur við það og hætta að berjast á móti því og gagnrýna aðra.
Það eru til karlar sem elska að sauma! Það eru til konur sem elska að keyra bíla! Það eru til karlar sem finna sig í því að klippa og lita hár! Það eru til konur sem finna köllun sína í lífinu við að smíða! Það eru til karlar sem fá aldrei þykkt og mikið skegg og það eru til konur sem raka sig aldrei undir höndunum.
Og eins og maður segir á góðri ensku: „Deal With it!“
Góðar stundir!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.