Mér skilst að það sé nánast hálf þjóðin sem mæti til Vestmannaeyja þegar þeir halda sína Þjóðhátíð í Dalnum. Ég sá þennan svokallaða dal í fyrsta skipti á ævinni nú í júní og varð fyrir miklum vonbrigðum. Þar sem ég var búin að ímynda mér stóran og ílangan dal, var ekkert annað en „skot“ með hárri brekku!
En ég dáist samt að þessum fallega bæ og á sjálfsagt einhvern tímann eftir að verða svo fræg að mæta þarna á Þjóðhátíð. En verður maður þá ekki að vera pínu smart?
Ég hef séð úr sjónvarpsfréttum og myndum á samskiptamiðlum að flestir eru jú í íslensku sauðapeysunni á meðan aðrir taka sig saman og klæðast búningum. En inn á milli sést fólk sem er aðeins örðuvísi og hefur klætt sig aðeins upp.
Hunter boots hafa slegið í gegn á svo vel flestum útihátíðum og tónleikum á Bretlandseyjum að ég ákvað að gefa ykkur smá hint hvernig þau klæða sig og eru smart í gúmmístígvélum.
Ekkert að því að fá sér eitt par af lágum stigvélum fyrir næstu helgi.
Fjölskyldan getur verið í stíl!
Eða toppað helgina með flottri húfu!