Verum þakklát!

Ég var að horfa á þátt í sambandi við vinsælu krakkana og óvinsælu krakkana. Hvernig hegðunin er hjá þeim og hvernig þeim líður með sig.
Það fékk mig til að hugsa …. hvað ég get verið ánægð með í staðin fyrir að vorkenna sjálfri mér fyrir hvað ég hef ekki ?

 

* Ég hef ekki þann “fullkomna” líkama sem ÉG vil. En ég er blessed að hafa náð þeim árangri sem ég hef náð, ég þarf ekki að vera fullkomin .. HVAÐ ER fullkomnun ef maður spáir í því hvort sem er? hún er mismunandi fyrir öllum !
Við setjum svo mikla pressu á okkur sjálf, þegar við höfum náð markmiðinu okkar þá búum við til nýtt, hvað á það að þýða, getum við aldrei verið sátt?

 

* Ég hef ekki alltaf verið með góða húð, húðin mín er rosalega misgóð, stundum verð ég slæm í andlitinu, bakinu og jafnvel bringunni og ég sé alveg hvernig sjálfstraustið mitt dettur niður ef húðin er slæm.
Ég er líka með rosalega mislita húð, það heitir Keratois Pilaris og myndar rauða bletti á húðina þannig hún verður aldrei eins og postulín.
En hvað með það !? ég er rosalega blessed að geta vaknað á morgnana og litið í spegilinn og hugsað, “ég er falleg” og mér finnst það í alvörunni.

 

* Ég á ekki “designer clothes” og ég hef aldrei átt svoleiðis, við áttum ekki pening til að kaupa Diesel buxur eins og stelpurnar í grunnskóla fengu flestar, mamma saumaði einu sinni Diesel merki á buxur úr hagkaup svo við gætum verið “eins” og hinar stelpurnar. En innst inni hef ég alltaf verið svona, í dag þekki ég ekki fólk sem telur þetta skipta máli, ef ég hitti fólk sem lætur þetta skipta máli þá svara ég því fullum hálsi og hætti svo að umgangast það. En ég er heppin að eiga yndislega vini og jafnvel fólkið sem ég kynnist í dag hugsar ekki svona. Ég vil frekar eyða peningnum mínum í 3 hagkaups skyrtur, frekar en 1 stk Levi´s skyrtu.
Þannig fæ ég fleiri flíkur fyrir peninginn, þannig VIL ÉG lifa.

* Ég er blönk hvern einasta mánuð, svo sé ég stelpur á facebook pósta allskonar myndum af því sem foreldrar þeirra gáfu þeim bara upp úr þurru. Af því þau eiga pening. Það er gott að þessir foreldrar geta gefið barninu sínu það sem það vill hvenær sem það vill. En ég er hinsvegar himinlifandi þakklát móður minni að hafa EKKI gefið mér það sem ég vildi hvenær sem ég vildi. Hún lét okkur vinna fyrir því, við fengum 500kr í vasapening á viku og við máttum vinna okkur inn auka pening með húsverkum sem giltu kannski 10-100kr hvert verk. Við fengum nýjar buxur, peysu, og bol þegar skólinn byrjaði aftur en þess á milli unnum við oftast að því sjálfar ef okkur langaði í eitthvað sem við “þurftum” ekki. Ég er svo þakklát fyrir þetta í dag, því þegar maður þarf að lifa sjálfur í þessum heimi, borga allt sjálfur þegar maður flytur út frá foreldrum sínum, þá hef ég lært hvernig ég get lifað á litlu. Því nema þú fair peninga frá foreldrum þínum í hverjum mánuði þar til þú deyrð, þá ertu ekki að fara lifa eins og unglingurinn sem þú varst þá, í þessum heimi.

 

 

Það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir ef við reynum að taka neikvæðu orðin um okkur út. Í stað þess að segja “ég á ekki pening til að fara út að borða með ykkur” .. segðu þá “ég fór út að borða um daginn, eða ég keypti mér peysu í staðin”. Frekar en að einblína á hvað við getum ekki gert og vorkenna sjálfum okkur, einbeitum okkur að því sem við eigum og höfum gert eins og það sé það sem við VÖLDUM!
Ekki vorkenna ykkur að “þurfa” að hreyfa ykkur, við hreyfum okkur svo að okkur líði vel og líkamanum okkar líði vel.
Færið jákvætt viðhorf inn í orðaforðann og þá get ég lofað ykkur að framtíðin mun virðast miklu bjartari !

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here