
Andrea Kristín setti inn færslu á facebook nú á dögunum þar sem hún minnir fólk á að banka í húddin áður en að keyrt er af stað, Kettir eigi það til að leita í ylinn frá vélunum og geti þeir slasast mjög illa og jafnvel dáið ef þeir þurfa að þola svoleiðis bílferð.
“Ég bý i sveitinni og mundi eftir þessu frá þvi ég var yngri. Heyrði einu sinni sögu fra gömlum bònda um að hann hafi eitt sinn sett í gang og læða sem hann atti með kettlinga hefði dàið”
Það er eins gott að passa sig og vera vakandi!
Anna Karen er tveggja barna móðir búsett í höfuðborginni. Hún er mikill húmoristi og elskar allt sem má kalla „tabú“.
Anna er mjög ofvirk og gleymin en er með hjartað um það bil á réttum stað. Jákvæðni og gleði er það sem hún vill deila til allra þeirra sem lesa greinarnar hennar ásamt því að markmið hennar er að taka þátt í að stuðla að bættri líkamsímynd og betra sjálfstrausti í samfélaginu.
„Að sýna hlýju, þolinmæði og skilning er með því dýrmætasta sem við getum gefið. En aðeins ef við getum gefið okkur það sjálf“- AKS