Verum viss um að barnaþrælar búi ekki til fötin okkar – Myndband

Þegar við kaupum okkur föt, finnst okkur mikilvægt að fötin séu falleg, þægileg og hentug fyrir okkur. Við vitum hinsvegar oft ekki hvaðan fötin koma og hverjir vinna við að búa til fötin. Það hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum málum og mikilvægt er að við vitum að barnaþrælar séu ekki að vinna við að sauma fötin okkar og að fólk sé ekki misnotað í vinnunni við að búa til fötin sem við kaupum, oft dýrum dómum. Fairwear.org gefur okkur upplýsingar um þær búðir sem passa upp á sitt starfsfólk og fara eftir ákveðnum reglum sem settar eru. Í þessu myndbandi getur þú komist að því hvernig þú getur gengið úr skugga um það að fyrirtækið sem þú verslar við passi upp á sitt starfsfólk. Við biðjum ykkur kæru lesendur að deila þessu áfram svo sem flestir geti séð þessi góðu og mikilvægu skilaboð.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”SfQgfKz8t9w”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here