Nú er að kólna og haustið að taka við með allri sinni litadýrð. Jafnframt styttist í vetur konung og þá er nú gott að fá sér vetrarfisk sem yljar manni.
Þessi réttur kemur úr safni Röggurétta.
Uppskrift:
800 gr ýsuflök
Sítrónupipar
250 gr hvítlaukssmurostur ( 2 stykki í fjólubláu dollunum 125 gr).
1/2 líter matreiðslurjómi
1/2 blómkálshaus
1 haus brokkolí
1/2 púrrulaukur
4-5 gulrætur
1 stk rauð paprika
Matarolía
Rifin ostur ( ekki nauðsynlegt en miklu betra).
Aðferð:
Ýsuflök krydduð með sítrónupipar og sett í eldfast mót.
Smurostur og rjómi hitað saman í potti þar til samlagast vel.
Grænmeti er steikt í olíunni þar til farið að mýkjast. þá er sósunni blandað saman við grænmetið. Öllu svo hellt yfir fiskinn ( Rifin ostur dreift yfir ef hann er með).
Bakað í ofni við 180 gr í 30 mín, eða þar til fiskurinn er tilbúinn.
Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.
Persónulega finnst mér smá hvítvínstár setja punkt á þetta.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!