Vetrarpartý í Listasafni Reykjavíkur: HÚN býður heppnum lesenda á tónleika!

Nordic Events og Smirnoff kynna: Vetrarpartý fer fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykavíkur þann 13. desember. Á kvöldinu koma fram koma frábærir íslenskir og erlendir tónlistarmenn og plötusnúðar, en aðalnúmer kvöldsins kemur frá Þýskalandi; Claptone sem slegið hefur í gegn á útvarpstöðvum og á næturklúbbum um allan heim með lögum eins og “Cream”, “Wrong” og “No Eyes”.

Ásamt Claptone koma fram húskettirnir í Wildkats frá Skotlandi. Þeir hafa risið hátt í stjörnuheimi danstónlistar og gefið út hjá virtum útgáfufyrirtækjum á borð við Get Physical og Hot Creations. Viðburður þessi er einnig sjósetningarpartý fyrir nýtt útgáfufyrirtæki þeirra sem ber heitið You Are We.

.

claptone-magician-when-night-over_vice_670

.

Að auki mun stíga á svið hljómsveitin Sísý Ey sem að hefur risið hátt með taktföstum tónum og seiðandi framkomu. Sömuleiðis munu strákarnir í KSF skipa sess íslenskra tónlistarmanna á kvöldinu. DJ Ghozt býður fólk velkomið í Listasafnið með ljúfum tónum.

Fordrykkur er í boði fyrir þá fyrstu sem mæta, en HÚN og Nordic Events hvetja alla sem vettlingi geta valdið og hafa náð tilskyldu aldursmarki að taka frá laugardagskvöldið 13 desember og tryggja sér miða á tix.is, midi.is eða á Chuck Norris grilli á Laugavegi.

.

claptone

.

Miðaverð á þessa mögnuðu tónlistarveislu er 4900 kr en HÚN í samstarfi við Nordic Events ætlar að gefa tveimur heppnum lesendum tvo miða hverjum á tónleikana!

Það eina sem þú þarft að gera er að láta gleðina ganga, deila viðburðinum og skrifa VETRARPARTÝ í athugasemd hér að neðan.

Við drögum út nafn tveggja stálheppinna lesenda sem hafa náð tilskyldum aldri á miðvikudagskvöld, en athugið að vínveitingar verða um hönd í Nýlistasafninu og því er leikurinn aðeins opinn þeim sem eru orðnir tvítugir að aldri.

Settu nafn þitt fyrir neðan í athugasemd og þú gætir verið á leið í Vetrarpartý!

SHARE