Victoria Beckham kyssir dóttur sína á munninn

Fyrrverandi Kryddstúlkan og eiginkona David Beckham fékk aldeilis að finna fyrir heift netverja á dögunum. Hún birti mynd á Instagram af sér og dóttur sinni, Harper, sem átti 5 ára afmæli. Það sem fólki fannst athugavert við myndina var að Victoria var að kyssa dóttur sína á munninn. Þær eru í sundlaug og Victoria skrifa við myndina: „Til hamingju með daginn stelpan mín.“

Sjá einnig: Victoria og David fagna 17 ára brúðkaupsafmæli sínu

Flestir skrifuðu jákvæðar athugasemdir við myndina og myndin hefur fengið yfir 570 þúsund „like“.

Sumum fannst þetta virkilega sláandi mynd og voru ekkert að liggja á skoðunum sínum. Sumir sögðu að þetta væri það klikkaðasta sem þau höfðu séð, aðrir að þetta væri of kynferðislegt. Melissa Gerstein, sem er þáttastjórnandi þáttarins The Moms, sagðist kyssa dætur sínar, 11 og 7 ára á munninn. Hún sagðist jafnframt eiga 14 ára son sem hún kyssti ekki á munninn. Það er spurning hvort þetta sé ekki bara eitthvað sem foreldrar eigi að meta hver fyrir sig.

Happy Birthday baby girl 🙏🏻💕 We all love you so much 💜💜💜 X @davidbeckham @brooklynbeckham kisses from mummy X

A photo posted by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

SHARE