Fregnir herma að Victoria Beckham hafi látið fjarlægja húðflúr af líkama sínum sem tileinkað var eiginmanni hennar, David Beckham. Húðflúrið var staðsett á baki Victoriu, frá hnakka og niður hrygginn.
Sjá einnig: Victoria og David Beckham gagnrýnd fyrir að láta Harper (4) ennþá nota snuð
Húðflúrið sem um ræðir.
Séð aftan á Victoriu á tískuvikunni í New York sem fer fram um þessar mundir.
Samkvæmt heimildarmanni breska dagblaðsins The Sun vill Victoria láta taka sig alvarlega í tískubransanum – að láta fjarlægja húðflúrið er víst þáttur í því.