Victoria´s Secret hefur nú frumsýnt nýjustu línuna sína. Fyrir margar fyrirsætur er mikill heiður að fá að vera módel fyrir fyrirtækið og er jafnvel merki þess fyrir ungar fyrirsætur að þær hafi náð takmarki sínu. Starfið er gríðarlega eftirsótt í tískubransanum og voru nýliðarnir Gigi Hadid og Kendall Jenner í skýjunum yfir að hafa verið fengnar í sýninguna.
Sjá einnig: Kynþokkafullir englar tóku þátt í tískusýningu fyrir Victoria´s Secret
Mikið var um gleði á sýningunni og voru tónlistarmenn á borð við Ellie Goulding, Selena Gomez og The Weekend sem sáu um undirspilið. Rihanna hafði verið beðin um að taka þátt í sýningunni, en hætti við á síðustu stundu.
Mikla athygli hefur vakið að Kendall Jenner hafi verið tekin inn í sýninguna og voru báðir foreldrar hennar á staðnum, henni til stuðnings. Unga módelið stóð sig með prýði á sýningunni og er klárlega efni í Victorias Secret engil.
Sjá einnig: Kendall Jenner: ,,Ég var ekki með neitt sjálfstraust“
Módelið Lily Aldridge var valin til þess að sýna dýrstu flík sýningarinnar, sem er Fantasy Bra og kostar hann 2 millijónir dollara, enda var gripurinn var undir ströngu öryggiseftirliti baksviðs.
Meistarastykkið: Lily Aldridge sýndi aðalnúmer sýningarinnar, Fantasy Bra sem kostar 2 milljónir dollara.
Sjá einnig: Victoria´s Secret englarnir fækka fötum fyrir nýja ljósmyndabók
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.