Nokkrar konur sem sýnt hafa farðanir sínar á samfélagsmiðlum byrjuðu herferð gegn þeim sem eru að skamma þær fyrir að vera of mikið málaðar. Þær hafa verið ásakaðar um að vera farðaðar til þess að þóknast öðrum og til að sýnast vera aðrar en þær eru.
Þær birtu af sér myndir með hálfmálað andlit á dögunum til að afsanna aðdróttanir gagnrýnenda. „Förðunar gúrúinn“ Nikki de Jager stendur fyrir herferð þessari og talar hún um að undanfarið hafi farið á bera á ákveðinni skömm fyrir mikilli förðun. Hún segir aftur á móti að ástæðan fyrir því að margar stelpur mála sig er vegna þess að þeim finnst það gaman og að farðanir eigi ekki að skilgreina það hver maður er.
Nikki de Jager: myndband hennar hefur snert marga nýverið.
Sjá einnig: Kraftaverk með förðun
Sjá einnig: Klámmyndaleikkonur fyrir og eftir förðun – Myndir
Heimildir: Dailymail
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.