
Kópavogsbær hefur hert reglurnar í flokkunarmálum í bæjarfélaginu og nú er ein tunna fyrir plast og önnur fyrir pappír, en fram til þessa hefur plast og pappír farið í sömu tunnuna.
Það vakti athygli íbúa í Kópavogi í dag að þegar komið var til að losa þessar nýju tunnur var, plastinu og pappírnum sturtað í sama bílinn. Það vakna hjá manni spurningar við að sjá þetta. Af hverju er verið að flokka í margar tunnur ef allt er svo sett saman í bílinn?
Sjá einnig:

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.