Við gefum fallega reykskynjara

Í dag er dagur reykskynjarans, 1. desember, en eldur og reykur er ein mesta ógn sem getur steðjar að okkur heima við. Þess vegna ætlum við hjá Hún.is í samvinnu við Bosch-búðina að gefa einn fallegan reykskynjara. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa fyrir neðan greinina hvaða týpu þú vilt og hvaða lit, við drögum 2. desember.

Nú er að byrja tími kertaljósanna og þá er um að gera að fara varlega með eld og passa að slökkva alltaf á öllum kertaljósum fyrir svefn og ef farið er að heiman. Á hverju ári verður eldur laus á fjölmörgum heimilum og veldur á stundum stórtjóni á íbúðum, innanstokksmunum og getur jafnvel kostað mannslíf. Reykskynjarar geta bjargað lífum og innanstokksmunum og eiga að vera á hverju heimili.

Margir veigra sér við að setja upp reykskynjara því þeim finnast þeir vera ljótir og vilja hafa þá sem minnst sjáanlega og fresta því sífellt að setja þá upp. Það getur hinsvegar orðið dýrkeypt. 

Þetta vita þeir hjá Jalo í Finnlandi sem framleiða þessa gullfallegu og skemmtilegu reykskynjara sem seldir eru í Bosch-búðinni. Þeir eru með tvær týpur af þessari nýju kynslóð reykskynjara:

product_1396

Jalo Helsinki – Kupu (kúpull)

Hönnuðurinn að baki þessum fallega reykskynjara heitir Paola Suhonen. Reykskynjarinn er festur upp á nokkrum sekúndum með tvíhliða límbandi. Það eru engir takkar á honum og auðvelt að prófa virkni hans því allt yfirborðið virkar sem hnappur. Kupu er léttbyggður og kemur með þremur 3V-litíumrafhlöðum (9V) sem endast í u.þ.b. 5 ár. Þegar rafhlöður eru að tæmast heyrist hljóðmerki á 30 sekúnda fresti í minnst 30 daga. Kupu er fáanlegur í nokkrum litum og fékk hin eftirsóttu hönnunarverðlaun Red Dot Design Awards 2011 og Wallpaper Design Award 2012.

Sjáðu meira um Kupu hér.

 

 

 

 

Screen Shot 2014-11-29 at 1.34.59 PM

Jalo Helsinki – Lento (Kóngafiðrildi) 

Hönnuðurinn að baki þessum skemmtilega reykskynjara heitir Harri Koskinen. Reykskynjarinn er festur upp á nokkrum sekúndum með tvíhliða límbandi. Það eru engir takkar á honum og auðvelt að prófa virkni hans því allt yfirborðið virkar sem hnappur. Lento er léttbyggður og skemmtilega hannaður og myndi vera skemmtilegur í barnaherbergin.  Hann kemur með þremur 3V-litíumrafhlöðum (9V) sem endast í u.þ.b. 5 ár. Þegar rafhlöður eru að tæmast heyrist hljóðmerki á 30 sekúnda fresti í minnst 30 daga. Lento er fáanlegur í nokkrum litum.

Sjáðu meira um Lento hér. 

 

Hún.is, í samstarfi við Bosch-búðina, ætlar að gefa svona reykskynjara til heppins lesanda og til þess að vera með þarftu bara að skrifa hér fyrir neðan hvora týpuna þú vilt og hvaða lit og þá ertu komin í pottinn. Við drögum á morgun, 2. desember.

 

Ég fékk mér Kóngafiðrildi í eitt barnaherbergið og stelpan mín var ekkert lítið ánægð með þetta. Það var reyndar reykskynjari í herberginu sem var ekkert fyrir augað og ég reif hann bara niður og setti þennan upp í staðinn. Stelpan mín er meira að segja búin að gefa honum nafn en Fiðrildið heitir Bogga. Ég var ótrúlega fljót að setja hann upp og þetta kom svakalega skemmtilega út. Gamli reykskynjarinn fékk að fara inn í þvottahús. 

jalosamsett

jalo3b

jaloloka3

Myndirnar tók ég allar á Samsung Galaxy Alpha símann minn

Samkvæmt upplýsingum hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á að vera einn reykskynjari í hverju herbergi.

  • Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu.

  • Á löngum gangi skal setja skynjara við báða enda.

  • Ef sjónvarp eða tölvur eru í barna- og unglingaherbergjum skal setja reykskynjara í þau.

  • Setjið reykskynjara sem næst miðju lofts og aldrei nær vegg eða ljósi en sem nemur 30 sm.

  • Staðsettu reykskynjarana ávallt eins hátt uppi eins og hægt er vegna þess að reykur stígur upp.

  • Staðsetjið þó aldrei reykskynjarana í kverkinni milli lofts og veggjar, vegna þess að. u.þ.b. 25 sm svæði niður á vegginn eða út á loftið er oft á tíðum reyklaust. Forðist að setja reykskynjara á það svæði.

  • Í risi eða á hallandi lofti skal staðsetja skynjarana eins ofarlega og hægt er.

  • Sömu reglur um notkun og staðsetningu reykskynjara gilda fyrir orlofshús.

  • Reykskynjari á að vera í bílskúr.

SHARE