Nýr skemmtistaður opnar dyr sínar í kvöld fyrir þyrstum gestum í henni gömlu Reykjavík, en gamli Gaukur á Stöng sem hefur margan staðinn hýst gengur í endurnýjun lífsdaga þegar klukkan slær sex og ber nýji staðurinn heitið HÚRRA!
Listaverk Jóns Sæmundar myndlistarmanns prýða veggina
Jón Mýrdal, eigandi staðarins, segir markhópinn breiðan og spanna í raun alla þá sem náð hafa tilskyldum aldri og hafa gaman að lifandi tónlist, en HÚRRA! mun bjóða til glæsilegrar tónleikaveislu á opnunarkvöldinu í kvöld.
Snorri Helga trúbador opnar kvöldið með tónleikahaldi og í kjölfarið treður hljómsveitin Hænan upp, Logi Pedro, Fing Fang, Sindri Siber og Flugvélar og Geimskip verða meðal þeirra sem á dagskrá verða á fyrsta opnunarkvöldi HÚRRA! Anna Rakel mun svo slá botninn í kvöldið en hún ætlar að þeyta skífum fram á rauða nótt þegar tónleikahaldi lýkur.
Svona lítur barinn út á nýjum skemmtistað; HÚRRA!
Frítt er á opnunarkvöldið og flæðandi veitingar, en listunnendur fara heldur ekki tómhentir frá borði því staðinn prýða glæst listaverk eftir myndlistarmanninn Jón Sæmund, sem margir þekkja einfaldlega sem Nonna í DEAD.
HÚRRA! er með Facebook síðu: Smelltu HÉR