
Piers Morgan tók viðtal við konuna sem þættirnir Baby Reindeer eru byggðir á, en hún heitir Fiona Harvey. Það kemur ýmislegt fram í viðtalinu eins og að hún segist aldrei hafa ofsótt Richard Gadd og hafi kannski sent honum 5 tölvupósta. Hún segir að hann hafi fyrst talað við hana, eða réttara sagt „truflað hana í samtali við einhvern annan“ og „hann hafi frekar verið með hana á heilanum“.
Fiona segist vera lögfræðingur en Piers segir að enginn muni eftir henni úr náminu og segist eiga kærasta sem er lögfræðingur líka. Hún segist eiga fjóra farsíma og vera með 6 netföng sem hún segist nota dagsdaglega. Fiona segist ætla að fara í mál við alla sem koma að þessum þáttum, Richard og Netflix og segist tilbúin að taka lygapróf ef þess gerist þörf.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.