Við byrjum nýja viku á uppskrift af dásamlegum fiskrétti með ítölskum blæ. Tómatar, hvítlaukur og fersk basilíka ásamt bræddum mozzarella gera þennan einfalda fiskrétt hreint ótrúlega bragðgóðan.
Vikumatseðill 15. – 21. september.
Mánudagur
Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu
7-800 g hvítur fiskur
safi úr 1/2 sítrónu
ólífuolía
salt og pipar
1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 lúka fersk basil, gróft skorin
3 hvítlauksrif, söxuð
- Látið fiskflökin í olíusmurt ofnfast mót. Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn. Saltið og piprið. Leggið til hliðar.
- Blandið saman í skál tómötum, basil, hvítlauk. Bætið saman við 1 msk af ólífuolíu, saltið og piprið. Geymið í kæli í um klukkustund, ef tími er til, jafnvel lengur.
- Látið basilblönduna yfir fiskinn og setjið í 175°C ofn. Eldið í um 15-20 mínútum, takið þá út og stráið osti yfir. Eldið þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.
Þriðjudagur
Tandoori kjúklingur
Fyrir 4
4 kjúklingabringur eða ca. 10-12 úrbeinuð kjúklingalæri
4 dl hrein jógurt
1 ½ tsk salt
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk sítrónusafi
1 tsk Garam masala
½ tsk Chili duft
1 tsk Turmerik
- Blandið jógurt, hvítlauk, sítrónusafa og kryddum saman.
- Skerið hverja bringu í þrjá hluta og leggið í marineringuna. Látið liggja minnst 2 klst.
- Takið kjúklinginn úr marineringu, látið hana aðeins renna af bitunum og eldið kjúklinginn í ofni við 200°C í 20-25 mín eða þar til kjúklingur eldaður í gegn. Fylgist vel með í lokin og varist að ofelda hann.
Fljótlegt naan
Það er ekki nauðsynlegt að eiga Tandoori-ofn úti á svölum til að elda gott naan brauð, þó það saki auðvitað ekki. Fyrir okkur sem eigum fondue-settið enn ónotað í kassanum er hins vegar tilvalið að geymagræjukaupin og snara fram þessu ljúffenga fljótlega naan-brauði á örfáum mínútum með gömlu góðu steikarpönnunni.
Gerir 4 brauð
Eldunartími 15 mínútur
150 g hveiti
1 tsk sykur
1 tsk lyftiduft
3 msk hrein jógúrt
1. Blandið hveiti, sykri og lyftidufti saman í skál. Bætið út í jógúrtinni. Ef þarf má
bæta við örlitlu vatni.
2. Skiptið deiginu í 4 kúlur og fletjið þær út. Steikið á pönnu.
Klístruð kókoshrísgrjón
fyrir 4-6
400 g jasmine hrísgrjón
480 ml kókosmjólk
420 ml vatn
2 msk kókosmjöl
½ tsk kókosolía (eða önnur olía)
½ tsk salt
- Smyrjið botninn á potti með olíu.
- Setjið hrísgrjónin, kókosmjólk, vatn og kókosmjöl í pottinn. Hitið að suðu og hrærið reglulega í pottinum. Þegar suðan er komin upp, hættið að hræra, lækkið hitann og setjið lok á pottinn. Látið malla í 15-20 mínútur. Hrærið þá í hrísgrjónunum með gaffli og verið viss um að mesti vökvinn sé farinn.
- Setjið lokið aftur á pottinn, slökkvið á hitanum og látið standa í 5-10 mínútur áður en þau eru borin fram.
Raita sósa
20 cm agúrka, skorin í litla teninga
1 gulrót, skorið í litla teninga
2 tómatar, kjarnhreinsaðir og saxaðir
1 rauðlaukur, fínsaxaður
5-6 dl hrein jógúrt
2 msk ferskt coriander
½ tsk Cumin
¼ tsk paprikuduft
- Blandið öllu saman í skál.
- Láta sósuna standa minnst 1 klst til að bragðið komi vel í gegn (í lagi að gera kvöldi áður).
Miðvikudagur
Ciabatta með nautalund
2 ciabatta (fæst t.d. í Jóa Fel)
400 gr nautafillet
3 hvítlauksrif, pressuð
olía
salt og pipar
1 sæt kartafla, skorin í sneiðar
2 rauð chillí, söxuð
1 stór dós bernaise sósa
klettasalat
5 skarlottulaukar, skornir í sneiðar
2 msk balsamikedik
1/2 box sveppir, skornir litla báta
1 msk smjör
Aðferð
- Skerið kjötið eða berjið niður þannig að það sé um 1 cm á breidd. Látið í skál og marinerið í olíu og hvítlauk. Saltið og piprið og geymið í 1-2 tíma í kæli.
- Raðið sætum kartöflum á ofnplötu. Hellið olíu yfir og látið á þær chillí. Saltið og piprið. Látið inní 200°c heitan ofn þar til orðnar mjúkar.
- Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í um 1-2 mínútur. Bætið þvínæst balsamikedikinu útí. Hrærið þar til balsamikedikið hefur þykknað. Takið til hliðar.
- Léttsteikið sveppi uppúr smjöri. Takið til hliðar.
- Steikið kjötið á mjög heitri olíuborinni pönnu á um 1 1/2 mínútu á hvorri hlið. Takið af pönnunni og látið standa í smá stund.
- Skerið ciabatta í tvenn langsum. Hellið smá olíu í sárið og hitið á háum hita inní ofni í nokkrar mínútur eða þar til orðið stökkt að utan.
- Raðið á ciabatta fyrst bernaise sósu, sætum kartöflum, klettakáli, kjöti, lauk, og sveppum. Saltið og piprið og njótið þess að bragða á fullkomnun.
Fimmtudagur
Kjúklingasúpa með kókosmjólk og ferskjum
1 stór laukur, skorinn
2 msk smjör
3 msk karrý
2 dósir saxaðir tómatar í dós með basil og oregano
2 stk kjúklingakraftur
vatn
pipar
1 dós kókosmjólk
1 dós ferskjur skornar í bita ásamt ferskjusafa
3/4 grillaður kjúklingur, rifinn
Aðferð
- Laukurinn er léttsteiktur á pönnu með smjöri og karrý.
- Tómötum bætt út í ásamt kjúklingakrafti.
- Fyllið eina af tómatadósunum af vatni og hellið út í.
- Kryddið með fullt af pipar og látið malla smá. Bætið þá kókosmjólkinni út í. Smakkið til og bætið út í rjóma eða kókosmjólk ef þurfa þykir.
- Kjúklingur, ferskjur og ferskjusafi sett út í rétt áður en súpan er borin fram.
Föstudagur
Krakkavæni kornflexkjúklingurinn
4 kjúklingabringur
1 dós sýrður rjómi
2 bollar mulið kornflex
1 msk ítalskt krydd (ég notaði ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum)
1 msk brætt smjör
Aðferð
- Hitið ofninn á 175°c.
- Látið bringurnar og sýrða rjómann í poka og blandið vel saman.
- Látið mulið kornflexið og kryddið á disk og blandið vel saman.
- Dýfið kjúklinginum húðuðum sýrða rjómanum í kornflexið og látið það hylja allan kjúklinginn.
- Látið kjúklinginn ofnfast mót sem hefur verið penslað lítillega með olíu.
- Hellið smjörinu yfir kjúklingabringurnar.
- Látið í ofninn og eldið í um 1 klukkustund.
Laugardagur
Taco pizza
1 tilbúinn pítsabotn
300 g nautahakk
1 bréf taco krydd
salsa sósa að eigin vali
1-2 tómatar, skornir í litla teninga
svartar ólífur, skornar í þunnar sneiðar (má sleppa)
mozzarellaostur, rifinn
Meðlæti
nachos
iceberg kál, saxað
sýrður rjómi
- Látið olíu á pönnu og steikið nautahakkið. Bætið taco kryddinu saman við ásamt 2 dl af vatni. Látið malla þar til vökvinn er að mestu gufaður upp.
- Fletið út pítsadeigið og setjið salsasósu á botninn. Látið síðan nautahakk yfir salsasósuna, síðan tómata, ólífur og rifinn ost.
- Bakið í ofni við 200°c í um 30 mínútur.
- Berið fram með káli, sýrðum rjóma og nachosflögum.
Sunnudagur
Grillaðar lambalærissneiðar með tómatsmjöri
8 lambalærissneiðar
3 msk. olía
1-1 ½ tsk. chili-flögur (smakkið til)
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. kummin, steytt
1 tsk. paprikuduft
Aðferð
- Raðið lærissneiðum í ofnskúffu.
- Blandið saman olíu og kryddi og penslið sneiðarnar á báðum hliðum með blöndunni.
- Grillið á meðalheitu grilli í 3-4 mín. á hvorri hlið.
- Berið fram með tómatsmjörinu og t.d. grilluðu grænmeti, salati og kartöflum.
Tómatsmjör
250 g mjúkt smjör
1 dl sólþurrkaðir tómatar
1 tsk. tómatmauk
1 tsk. tímían
1-2 hvítlauksgeirar
1 tsk. nýmalaður pipar
2 msk. balsamedik
Aðferð
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið smjörið á álpappír, mótið rúllu og frystið.
Eftirréttur
Hráfæði súkkulaðikakan
1 1/2 bolli valhnetur
1 1/2 bolli pekanhnetur
1 1/2 bolli döðlur,steinalausar
1 1/2 bolli rúsínur
6 msk kakó
2 tsk vanilludropar
Aðferð
- Látið allar hneturnar í matvinnsluvél og blandið vel saman eða þar til þetta er orðið eins og gróft mjöl.
- Bætið afgangi af hráefnunum í blandarann og blandið þar til þetta er orðið að deigkúlu með engum stórum bitum í.
- Mótið kökuna.
- Gerið seiðandi súkkulaðikremið.
Seiðandi súkkulaðikrem
1 bolli döðlur,steinalausar
1/4 bolli kakó
1/4 bolli kókosolía
3/4 bolli vatn
Aðferð
- Látið öll hráefnin í blandarann.
- Blandið saman á lágum styrk í upphafi en stillið svo á hæðsta styrk í dágóða stund. Það er gott að slökkva á honum og skafa með sleif meðfram hliðunum og halda síðan áfram.
- Seiðandi súkkulaðikremið er tilbúið þegar að engir bitar eru eftir af döðlunum.
- Hellið yfir kökuna og berið fram með t.d. rjóma eða ís.