Fyrrverandi kærasta Hugh Hefner, Holly Madison, hefur nú greint frá því að henni hafi langað í barn með honum til þess að hann myndi losa sig við hinar kærusturnar. Playboykóngurinn, Hugh Hefner, sem fagnar 90 ára afmæli á næsta ári hefur verið þekktur fyrir það í gegnum árin að eiga fleiri en eina kærastu.
Holly Madison er búin að skrifa bók um líf sitt sem kærasta Hugh en hún hefur hingað til ekki farið fögrum orðum um búsetuna á Playboy setrinu.
Sjá einnig: Playboy kanínan Holly Madison sýndi áhorfendum fæðingu dóttur sinnar – Myndband
Í bókinni, sem ber nafnið Down the Rabbit Hole: Curious Adventures and Cautionary Tales of a Former Playboy Bunny, talar Holly um hvað það var í raun mikil geðveiki að hafa langað í barn með manni á áttræðisaldri.
Ég veit hversu fáránlegt það hljómar að langa í barn með manni á áttræðisaldri. Þú ert bókstaflega að ræna föðurnum frá barninu áður en það fæðist.
Holly sagði að hún hafi séð barn sem nokkurs konar leið út, að þá myndi hann losa sig við allar auka kærusturnar. Síðast þegar það gerðist að Hugh var laus við allar þessar kærustur var þegar hann var giftur og átti tvö börn.
Sjá einnig: Holly Madison íhugaði sjálfsmorð og líkir dvölinni á Playboy setrinu við martröð
Draumar Holly urðu þó fljótt að engu því það kom í ljós að sæðið hjá Hugh var orðið of gamalt. Þá áttaði hún sig á því að það var engin framtíð í þessu sambandi.
Sjá einnig: Stjörnurnar ófrískar í nýjustu tísku – Myndir
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.