Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Kate Middleton, geta sig lítið hreyft án þess að fjölmiðlar fylgist vel með öllum þeirra gjörðum. Ungu hjónin mættu til kirkju snemma á sunnudagsmorgun og voru að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir. Mikla athygli hefur vakið að Vilhjálmur virðist vera búinn að klippa sig og það mjög stutt.
Sjá einnig: Háar gagrýnisraddir um útlit Kate Middleton
Svona var Vilhjálmur áður.
Núna: Orðinn alveg stutthærður.
Á leið til kirkju.
Fregnir herma að Vilhjálmur sé vanur því að gert sé grín að hárvexti hans – eða skorti á hárvexti. Þar fer Harry bróðir hans víst fremstur í flokki og Kate Middleton á það til að taka þátt í gríninu.