Einkamálasíður eru undursamleg tól; til ýmsra hluta nytsamlegar og geta þjónað sem hagnýt gátt út í hinn stóra heim sem er flókinn, óútreiknanlegur og erfiður í meðförum.
En notendur geta, í skjóli nafnleyndar og lyklaborðs, tekið upp á ýmsri vitleysunni. Á Tumblr er að finna bráðfyndið blogg sem ber einfaldlega heitið Straight White Boys Texting – They Should Be Stopped og inniheldur nafnlaus skjáskot frá konum víðsvegar um heim sem innihalda athugasemdir frá karlmönnum sem þær hafa augum litið gegnum einkamálasíður.
Kynningartexti síðunnar segir einfaldlega:
Nafn bloggsíðunar byggir á fyrirbærinu “hvítir, gagnkynhneigðir karlar senda skilaboð” á borð við: “Hey! Hvaða stærð af brjóstahaldara notar þú?” í miðjum samræðum eða jafnvel: “Hvað myndir þú gera við mig ef þú værir hérna núna haha LOL!”
Hér að neðan má sjá nokkur vel valin skjáskot af síðunni sem sýna öll á sinn eigin hátt, fáránlegustu tilraunir karlmanna til að draga bláókunnar konur á tálar í gegnum netið:
“Ég hitti þennan á match.com og gaf honum símanúmerið mitt. Hann sendi mér stanslaus skilaboð úr þremur símanúmerum og fyllti inboxið mitt á einkamálasíðunni líka”
Þessi skilaboð sendi hann mér rétt áður en hann sótti mig á okkar fyrsta stefnumót ….
Æ, sorry ég valdi vitlaust númer … en …. ertu sæt? Eða heit?
Já, eigðu gott kvöld sömuleiðis ….
En þú hefur aldrei séð á mér brjóstin?
Ég er bara að slappa af með fjölskyldunni – frábært, má ég ekki koma og éta þig?
Æ, pínu vandró en hvað finnst þér um … ?
Æðislegt … hvernig ertu í munnmökum?
Snúum okkur að alvörunni. Ertu gröð?
Heimild: Tumblr
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.