Þetta er Lacey Wildd. Hún hefur farið í 12 brjóstaaðgerðir, fáein fitusog, nokkrar aðgerðir á andliti, fengið sér fyllingu í rassinn og nú er hún á leiðinni undir hnífinn enn eina ferðina. Mun það vera fegrunaraðgerð númer 37. Hvorki meira né minna.
Lacey vill láta stækka brjóst sín enn frekar – eða í skálarstærð QQQ. Hvað sem það nú þýðir. Ég þekki bara A, B, C, D og F skálar. Stærri hef ég held ég ekki séð. Svo ég muni. Þegar Lacey var spurð út í þessa ákvörðun sína stóð ekki á svari:
Líf mitt snýst um brjóstin á mér.
Það hefur þó gengið brösulega hjá henni að finna lækni til þess að framkvæma aðgerðina. Henni hefur ítrekað verið sagt að fleiri aðgerðir á þessu svæði geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. En Lacey lætur það sem vind um eyru þjóta og hefur að eigin sögn fundið aðila sem vill taka verkefnið að sér.
Sjá einnig: Hún skartar stærstu brjóstum í heimi og leitar að ástinni – ekki fyrir MJÖG viðkvæma
Lacey þarf að hafa kodda undir brjóstunum á meðan hún keyrir og þjáist af skelfilegum bakverkjum. Hún fylgir ströngu matarræði sem samanstendur aðallega af djúsum. En markmið hennar er að fá mitti eins og á barbídúkku.
Ég er stolt af því að vera úr plasti. Ég vil líta út eins og barbídúkka.
Wild er sex barna móðir og eru börnin hennar ekki parhrifin af þessari vitleysu.
Fólk glápir endalaust á okkur. Þessi brjóst á henni eru ógeðsleg.
Sjá einnig: Vildi líta út eins og skopteikning af sjálfri sér
Hin 47 ára gamla Lacey Wildd ætlar þó ekki undir hnífinn alveg strax. Aðspurð segist hún þurfa að grenna sig dálítið meira – svo mittið á henni taki sig vel úr með barminum góða, sem verður í stærð QQQ.