Blake Lively vill ekki að börnin hennar alist upp í sviðsljósinu. Hún gengur nú með annað barnið sitt og eiginmanns síns, Ryan Reynolds. Blake sagði í viðtali við Marie Claire í júlíeintaki blaðsins: „Ryan átti indæla og venjulega æsku og við viljum að börnin okkar eigi eðlilega æsku. Við myndum aldrei vilja ræna þau því, það væri bara eigingirni.“
Blake og Ryan hafa verið saman í 4 ár en þau eiga 1 árs gamla dóttur saman sem þau hafa náð að halda algjörlega frá fjölmiðlum.
Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.