Við hjá Hún.is hvetjum alla landsmenn til að kjósa Djúpið, mynd Baltasar Kormáks til sigurs í Evrópsku Áhorfendaverlaununum/ EFA People’S Choice Award 2013 sem fer fram þann 7. desember næstkomandi í Berlín. Það eru 11 myndir sem keppa um þennan eftirsótta tilill í ár. Djúpið var valin mynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni 2013 og hefur verið sýnd vítt og breytt um heiminn á árinu og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Þú getur kosið til 31.október HÉR og átt möguleika á að komast til Berlínar á EFA People’S Choice Award 2013 Kjósum Baltasar áfram og hans stórkostlegu leikara áfram til sigurs.
Djúpið kemur út n.k fimmtudag 31. október á DVD.