Vilt þú vinna frían tíma í Foam Flex í Sporthúsinu? – Vinnur á aumum vöðvum og appelsínuhúð

Langar þig að prófa nýjung á Íslandi? þú getur unnið frían prufutíma í Sporthúsinu næsta fimmtudag með því að skrifa ummæli undir þessa grein og segja okkur af hverju þú hefur áhuga á að prófa. Tíminn verður klukkan 21:30 og ég, ásamt Kiddu Svarfdal og fleirum ætlum einnig að mæta og prófa þessa snilld í fyrsta skiptið.

Foam Flex er nýtt æfingakerfi hér á landi sem felst í sjálfsnuddi með hinum þekktu foam rúllum og trigger punkta boltum. Í foam flex er verið að nudda bandvefinn í líkamanum sem umlikur vöðva, líffæri og bein og er einskonar vörn líkamans gegn hnjaski. Við daglegt líf og þá sérstaklega miklar æfingar geta myndast aumir punktar á vöðvum eða sinum ýmist vegan ofálags, rangrar líkamsstöðu eða líkamsbeitingar og/eða meiðsla. Þannig geta svokallaðir “trigger punktar” myndast. Í foam flex erum við að nudda vöðvana og losa um þessa spennu og koma aftur á eðlilegu blóðflæði.

Foam Flex fer fram í heitum sal til þess að auka blóðflæði um vöðvana og mýkja bandvefinn fyrir nuddið. Einnig er bandvefur í húðinni sem nuddast ásamt vöðvunum.

Vinnur á appelsínuhúð
Appelsínuhúð er vandamál sem allar konur ættu að kannast við og verður hún til vegna gata sem myndast milli bandvefshnúta í húðinni. Með því að rúlla húð og vöðva og þannig koma á auknu blóðflæði í húðina er hægt að vinna á því þekkta vandamáli.

Mikilvægt að drekka nóg af vatni í Foam flex
Með því að vera í heitum sal svitnar maður einnig mikið og er því nauðsynlegt að drekka mikið vatn á meðan á æfingu stendur og eftir hana. Við þessi miklu vatnsskipti verður til staðar gríðaleg hreinsun á úrgangsefnum úr vöðvum og húð.

Foam flex er fyrir alla, og þá sérstaklega mikilvægt fyrir íþróttafólk og fólk sem æfir mikið, hvaða íþrótt sem það nú er.

Dregnir verða úr 30 manns sem fá frían prufutíma í Foam Flex í Sporthúsinu í Kópavogi fimmtudaginn 21. Mars kl. 21:30 í sal 5 (hot yoga salnum). Kennari er Anna Þorsteinsdóttir lærður Foam flex kennari. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa ummæli undir þessa grein og við drögum út á fimmtudaginn.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”2_7KVeex3tU”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here