Serrano hefur í 10 ár unnið hörðum höndum að því að bjóða upp á hollan og góðan skyndibita. Matseðillinn hefur verið þróaður jafnt og þétt og nú viljum við taka næsta skref og gera góðan mat enn betri.
Serrano býður nú Facebook-vinum að aðstoða við að búa til nýjan burrito en þetta er í fyrsta skipti sem við förum þessa leið og þau hlakka mikið til.
Þau hafa sett upp skráningarkerfi á Facebook-síðunni sinni og þar geta áhugasamir skráð sig en því miður geta ekki allir verið með. Þau munu svo velja 200 manns úr hópnum sem munu prófa ýmsar gerðir af Serrano og borða hjá þeim næstu þrjár vikurnar. Þannig ætlum þau að búa til hinn „fullkomna burrito.“
Þessir 200 heppnu verða valdir í lok vikunnar og nú hefur þú tækifæri til að setja þitt mark á matinn.
Þú getur skráð þig í hópinn með því að smella HÉR.
Fyrsti Serrano staðurinn var opnaður í Kringlunni árið 2002 en síðan hefur verið haldið áfram að þróa einfaldan en fjölbreyttan matseðil á þeim átta stöðum sem nú eru á Íslandi og átta í Svíþjóð undir nafninu Zócalo. Það sem hvetur okkur áfram er ekki aðeins ást á mexíkóskum mat, heldur viljum við að fólki standi til boða hollur, næringarríkur og bragðgóður skyndibiti á hagstæðu verði.